sunnudagur, desember 17, 2006

Jæja!

Ég eyddi góðri viku í að finna góða titil fyrir (hugsanlega)síðustu færsluna mína....þetta var það sem mér datt í hug:

"Jæja!"


En það er ýmislegt búið að gerast á undanförnum vikum. Einna helst að ég fer ekki aftur út til Danmerkur eftir jólafríið nema eina helgi í byrjun febrúar til að hjálpa Siggu að tæma íbúðina. Hún þarf nefnilega að vera hérna út janúar til að klára prófin og ætlar svo að koma heim líka.
Ástæðurnar fyrir því að ég er að flytja heim á klakann fyrr en ég ætlaði eru margar og slungnar, myndu margir jafnvel kalla þær margslungnar!
Ein gæti til dæmis verið sú að ég er að fara yfir um á heilsu og geði við að vinna hérna á kvöldin og næturnar. Alveg að fara með mig hvað þetta er yfirnáttúrulega leiðinlegt og fólkið sem ég er að vinna með er ekki plús. Það er ekki ein manneskja þarna sem mig langar að tala við og ef ég myndi sjá þau út á götu myndi ég líklega fara í felur til að þurfa ekki einu sinni að segja hæ við þau.
Ég gerði alltaf ráð fyrir að koma aftur á Skjáinn þegar ég flytti heim og var í viðræðum um einmitt það þegar að mér bauðst önnur vinna upp úr þurru. Eftir að hafa vandlega hugleitt báðar stöður, kosti og galla, þá er hægt að segja frá því að ég er að fara að vinna fyrir 365 miðla. Nánar tiltekið Sirkus og byrja að öllum líkindum þann 3. janúar.
Þetta er eitthvað sem að ég er búinn að segja ykkur flestum en svo eru kannski einhverjir sem koma hingað sem ekki hafa fengið að heyra þetta.
Ætli þetta sé ekki aðalástæðan fyrir þessu öllu saman; vinna.
Svo er maður kannski bara kominn með nóg af því að vera í fríi. Ég hef ekki verið í fullri vinnu síðan ég flutti hingað út og þegar ég hef verið í hálfri vinnu hérna hef ég notað allar leiðir til að taka eins mikið frí og ég gæti til að gera sem minnst. Það verður all svakaleg tilbreyting að koma heim í fulla vinnu og tilheyrandi geðveiki en gaman þó. Allt sem stuðlar að því að ég geti keypt nýjan Bens sem fyrst er góðs viti!
Veit ekki hvort ég á eftir að sakna einhvers héðan...kannski Adnan og hans mad driving skills...kannski ruslakallanna....kannski öllu fólkinu sem var að blæða út og æla og væla á spítalanum...veit það ekki.
Ég veit eiginlega ekki hvað ég að skrifa hérna meira, mér er farið að finnast þetta svo hundleiðinlegt og svo hefur mér líka farið svo hrikalega aftur í íslenskunni eftir að ég flutti hingað og það sem kannski verra er, er að enskan mín er orðin alveg svipað slæm. Mesta svindlið er náttúrulega að að ég hef ekkert bætt mig í dönskunni á móti!
Þeir sem krefjast frekari útskýringa geta náð í mig í síma 696 1059 eftir kl. 17. þann 21. des.. Ef við gefum okkur það að það komi einhver heilvita setning út úr mér...

Annars bara þakka ég samfylgdina hérna á blogginu í þetta eina og hálfa ár og við sjáumst líklega fyrr eða seinna.

GMG

gummi80@gmail.com
msn: gmgmu@hotmail.com

sunnudagur, desember 03, 2006

Ný tilboð.

Nú er maður orðinn svo sjóaður í hótelbransanum. Kemur manni lítið á óvart lengur. Nema kannski þegar maður fer í skúffuna sem er merkt "ný tilboð" gæti maður átt von á að skoða nýjustu tilboðin. Hvað ætli sé "heitt" í dag? Jú, mikið rétt, ónýtir kúlupennar er það sem ég fann í þeirri skúffu. Skemmtilegt.
Hver og einn starfsmaður er með sína eigin skúffu. Þar sem að mér leiðist "stundum" á næturvakt er ég "stundum" að hnýsast í annara manna málum. Haldiði að ég hafi ekki fundið axlarpúða í einni skúffunni og það er strákur sem á þessa skúffu OG hann á kærustu. Ég hélt ég yrði ekki eldri.
Nú er Julefrokost tíðin gengin í garð og hótelið heldur all marga svoleiðis og það þýðir bara eitt: Sjúklega mikið af blindfullu, eldra fólki. Sem er ekkert nema æðislegt. Elska það. Kaldhæðnin er að fara með mig hérna...
Það er líklegast best að líkja þessum julefrokost-um við þorrablót okkar íslendinga, mikið borðað og meira fyllerí. Gaman að því. Svo þegar fólk er orðið nógu fullt þá kemur það í móttökuna og biður mig um að hringja á leigubíl, sem ég geri eiginlega bara af því að ég get ekki beðið eftir að allar þessar byttur drulli sér út.
Um síðustu nótt kemur s.s. svona skemmtilega fullur, eldri maður, og biður mig um að panta leigubíl og segist vilja að hann sé pantaður með nafni svo að það komi ekki einhver annar og steli leigubílnum hans. Ekkert mál. Hann stendur þarna fyrir framan mig á meðan ég hringi. Bið um leigubíl á þessu nafni. Fæ það svar að það sé ekki hægt að setja nöfn á bílana af því að það séu julefrokost-ar út um allan bæ og geðveikin sé mikil. Fólk verður bara að standa fyrir utan og vera tilbúið. Ég þakka fyrir, legg á og segi þetta við kallinn sem verður algjörlega brjálaður yfir þessu. Segir að ég sé að gera lítið úr honum af því að hann sé ekki einhver forstjóri og að þetta sé skammarlegt fyrir Grand Hotel og ég sé búinn að eyðileggja fyrir honum kvöldið og svo framvegis. Ég get alveg játað það að ég var orðinn smá smeykur þar sem að þetta var hraustur kall og hann var að öskra á mig. Átti alveg eins von á að hann myndi skella sér yfir borðið og kýla úr mér eins og tvær tennur eða svo. Kellingin hans var eitthvað byrjað að reyna að draga hann í burtu en gekk ekki vel. Ég ákvað að hætta að tala, útskýringar voru ekki á leið inn í hausinn á honum hvort eð er. Ég svaraði honum ekki einu sinni þegar hann öskraði einhverjar spurningar í áttina að mér.
Þetta endaði með því að hann byrjaði að labba í burtu, snýr samt við til að láta mig vita að við komum sko til með að hittast næst í réttinum! "Fínt" sagði ég bara...

Lífið gæti verið verra - ég gæti verið að vinna við þetta: