föstudagur, apríl 28, 2006

Ég er að deyja.

En fyrst þetta: Tulla frænka var að tilkynna það að hún ætti von á litlum skæruliða. Til hamingju með það :) Ég skal fúslega viðurkenna það að þetta er í fyrsta skipti sem að ég hef séð eitthvað sem líkist barni á svona myndum.

Eitt enn áður en ég kem mér að því af hverju ég er að deyja.
Ég er búinn að skrifa undir ráðningarsamninginn við sjúkrahúsið og þar stendur víst að ég megi ekki tala um það sem ég sé eða heyri í á sjúkrahúsinu, einhverskonar þagnarskylda eða eitthvað álíka. I could not care less...

Sigga: "Nú geturðu allavega bloggað um eitthvað skemmtilegt"
Ég: "Heldur þú að það sem ég hef lent í síðustu tvo daga sé skemmtileg lesning?"
Sigga: "Eða þú´st, spennandi"

Hana Siggu mína langar náttúrulega að verða læknir þannig að það sem mér finnst vera ógeðsleg og hræðileg upplifun, finnst henni náttúrulega spennandi og hálf öfundar mig.
Here goes...á miðvikudaginn var ég kallaður inn á skurðstofu til að hjálpa til með að færa einn kall til á skurðborðinu. Maður lendir oft í því. Stundum þarf að snúa þeim á hliðina eða halda uppi löppinni á meðan hún er sótthreinsuð eða eitthvað álíka.
"Við þurfum tvo", sögðu þau.
Ég og Conni stöndum fyrir utan og erum að setja á okkur hanska og húfur. Ég fór að spá í hvort einhver hefði prumpað þarna frammi, smá svona skítalykt, ekkert alvarlegt. Jæja, við förum inn og ég dreg inn andann eins og maður gerir svo oft til að halda sér á lífi. Ég vissi ekki hvort það var að fara að líða yfir mig eða hvort ég var að fara að æla. Þarna inni lá maður á skurðborðinu með opinn skurð á maganum, við erum að tala um OPINN! Inneflin voru bara þarna, riding the wave, upp og niður í gegnum sárið í takt við vélknúna andadráttinn. Þetta var samt ekki það sem fékk mig til að líða svona illa. Maður er búinn að sjá svona oft í þessari vinnu, jafnvel oftar en hollt getur talist. Það sem fékk mig til að vilja æla yfir sjálfan mig og líða svo útaf var sú staðreynd að þetta var Þarma-aðgerð! Ég veit ekki hvort þið gerið ykkur grein fyrir orðinu "Þarma-aðgerð". Fyrir utan opna sárið á bumbunni var búið að skera upp rassgatið á honum og hann hefur náttúrulega enga stjórn á hægðum eða neinu. Þannig að það var kúkur og piss út um allt og lyktin var svo sterk að ég held ég hafi aldrei fundið annað eins. Talandi um að vera rotinn að innan sko...

Það er nú bara þannig að ég skil ekki allt í dönsku tungumáli. Stór orð eru stundum erfið og það er ekkert alltaf sem maður er að tala við fólk sem að nennir að útskýra nákvæmlega fyrir manni hvað það þýðir, sem þau voru að segja. Á fimmtudaginn átti ég að fara og þrífa eina skurðstofuna, þau voru nýbúin að vera í aðgerð þar inni. Ekkert mál.
"Þú þarft að fara í slopp ef þú ferð þarna inn og vera með grímu...og svo mundi ég setja á mig tvo hanska....ég held að þú ættir líka að fara í sturtu þegar þú ert búinn að þessu." Segir ein hjúkkan við mig. "Hvað er málið?" náði ég að stama.
"Sjúklingurinn er nefnilega með.." og svo sagði hún þetta orð: Multiresis...eh...ég er nokkuð viss um svo kom eff og svo á ábyggilega að vera joð þarna einhverstaðar. Pointið er að ég hef ekki hugmynd um hvað hún sagði og hún nennti ekki að útskýra það nánar. Nema hvað ég náði því upp úr henni að þetta er einhver veira og ef að ég smitast þá er ekkert hægt að gera!
"Er ég þá bara dauður?"
"Nei, nei....ábyggilega ekki."
Mig langar heim, var það fyrsta sem að mér datt í hug. En í staðinn fyrir það fór ég niður til yfirkerlingarinnar og ákvað að grenslast fyrir um þessa multi veiru og hvernig ég ætti að haga mér í þeim efnum. Fyrsta sem ég spurði samt var hvort ég fengi áhættubónus. That was a big fat no on that one.
Ég gíraður upp og fleygt þarna inn. Með húfu á hausnum, grímu fyrir andlitinu, tvíbundinn, ermalangann læknaslopp yfir kroppnum og hvíta klossa á löppunum stóð ég bara þarna í fimm mínútur og svitnaði...

Þannig að ég gæti verið með þessa veiru og ég gæti verið að deyja...það fer hver að verða síðastur til að kíkja í heimsókn!

miðvikudagur, apríl 26, 2006

Úrslit í skrefaleiknum.

Það er miðvikudagur og eins og lofað var þá eru úrslitin hér með tilkynnt:

Ekkert ykkar var nálægt því að giska á rétt! Ég gekk ekki nema 64811 skref. Það er náttúrulega no way of knowing hvað maður kemur til með að gera um helgar. Ef ég hefði verið á bráðamóttökunni þá hefði ég mjög líklega labbað meira þar sem það var allt fullt þar. En hvað fékk Gummi að gera? Mjújú, ég fékk að vera á fæðingardeildinni!
Hversu kúl er ég þegar ég segi við strákana að ég komist ekki til að spila fótboltaleikinn á laugardag af því að ég er að fara að fylgjast með kellingum drita út úr sér litlum, mjög svo krumpuðum, ægilega skítugum kraftaverkum. Ekki mjög kúl hann ég, það get ég sagt ykkur!

Góðu fréttirnar eru þær að þið eru öll sigurvegarar! Verðlaunin hafa enn og aftur tekið á sig nýja mynd og eru nú í formi kassa af bjórs sem að þið getið notið með mér þegar þið loksins drullist til að koma í heimsókn :D



Það er dýragarður hérna og allt.

Já, þetta er eitt stórt ljón og eitt lítið ljón að reyna að rífa þessa geit í frumeindir...

mánudagur, apríl 24, 2006

Dobble Frigg!


Ég veit ekkert hvað er í gangi hérna hjá mér, eða þ.e.a.s. internetinu hérna. Ég veit ekkert hvað gerist þegar ég ýti á "Publish" takkann. Kannski kemur þetta, kannski ekki, kannski kemur þetta fimm sinnum...kemur í ljós.

Ég hjólaði með Siggu í vinnuna áðan, hún þurfti að mæta á vakt, ekki ég - latur. Alltaf í fríi á mánudögum og þriðjudögum, sem er fínt af því að eins og allir vita er ömurlegast að vinna á mánudögum. En ég hjólaði sem sagt með henni til að taka nokkrar myndir af vinnustaðnum:


Þetta er utan á móttökuna og hér er ein af "háhýsinu" eins og þau kalla það:


Ekki nema einhverja 15 hæðir í því flykki. Það eru náttúrulega svo einhver hús í kringum þetta sem tengjast öll niðri í kjallara sem ég ætlaði einmitt að skella mér niður í til að taka mynd af lengsta gangi sem ég hef séð á ævinni. Fór í information og sagðist vera að vinna hérna og hvort ég mætti ekki smella af eins og einni mynd af einum gangi þarna niður í kjallar, tók auðvitað fram að það myndu engir sjúklingar vera á myndinni.
NEI! Það mátti ég ekki!
Þegar ég var að labba í burtu spurði ég sjálfan mig: "Hvað myndi nú Nr. 47 gera í Hitman Contracts?" Hann myndi allavega ekki spyrja um leyfi!"
Þannig að ég snéri við, laumaði mér framhjá information og niður í kjallara, smellti upp nafnskiltinu mínu og tók beina stefnu á ganginn langa og tók myndir. BÚJA!




Problemmet var bara það að það er ekkert geðveik lýsing þarna niðri þannig að það sést voða lítið. Svo er þetta svo sjúkt langur gangur að ég nennti heldur ekki alveg út í enda...you get the picture...Þetta ljós sem er þarna hægra megin, þar er gangurinn ekki einu sinni hálfnaður. Ég með súmmið í botni og samt sést ekki neitt...DAMMIT!

Nú jæja, páskarnir voru nú líka ágætir. Við fengum send 4 páskaegg. Þrjú númer 5 og eitt númer 7 ásamt smá nammi og náttúrulega Kokteilsósu úúúúúújeeeeee! Á einu páskaegginu var fuglaflensan í sínu fínasta formi:


Crazy eyes, greinilegt merki um flensuna.

Svo er spáð sól og 20 stiga hita hérna á morgun....I like!

Skrefaleikurinn mikli.

Ég tók allt í einu þá ákvörðun að verðlaunin skyldu vera val á einni vídjómynd úr safninu mínu. Hérna kemur listinn, í ekkert sérlega sérstakri röð, sem sigurvegarinn getur valið úr:

Traffic - (ísl. txt)
The Cell - (dk. txt)
Zoolander - dk
XXX - ísl
Con Air - dk
The Talented Mr. Ripley - ísl
From Dusk Till Dawn - dk
Cabin Fever - dk
The Nutty Professor 2, The Klumps - ísl
Arlington Road - dk
Lethal Weapon 4 - dk
Driven - dk
13 Ghosts - ísl
Naked Gun 33 & 1/3 - dk
Stargate - dk
Impostor - dk
End of Days - dk
Zorro - dk
Insomnia - dk
American Pie 1 - dk
Very Bad Things - dk
The Crow - ísl
The Crow 2 - dk
Intolerable Cruelty - ísl
American Beauty - ísl
Heat - dk
Sleepy Hollow - ísl
A Beautiful Mind - ísl
Ali G. Indahouse - ísl
Bringing out the Dead - ísl
Any Given Sunday - ísl
The Lord of the Rings 3(extended version) - ísl
Three Amigos - ótxt
Snatch - dk
Lock Stock & Two Smoking Barrels - dk
Taxi 2 - dk
Air Force One - dk
Crimson Tide - dk
The Rock - dk
Beavis & Butthead do America - dk
Face Off - dk
Deep Blue Sea - ísl
Bad Boys - dk
Beverly Hills Cop 1 - dk
Beverly Hills Cop 2 - dk
Beverly Hills Cop 3 - dk
Die Hard 1 - dk
Die Hard 2 - dk
Die Hard 3 - dk
Gladiator - ísl
Private Parts - dk
15 Minutes - ísl
Old School - ísl
Hollow Man - ísl
Panic Room - dk
Speed - dk
Big Lebowski - ísl
Scream - dk
Fight Club - ísl
Three Kings - ísl
The Shawshank Redemption - dk
L.A. Confidential - ísl
Play it to the Bone - ísl
Enemy At the Gates - ísl
True lies - dk
Steve-O, Don´t try this at home, Part 2: The Tour - ótxt

Það skal tekið fram að þetta eru allt VHS myndir, ætla ekki að fara að gefa DVD myndirnar mínar og auðvitað ekki 007 myndirnar :D
Ef að sigurvegarinn vill vita meira um staka mynd þá bendi ég á Internet Movie Database sem er hægt að smella á hérna til hægri...

Þar sem ég ákvað allt í einu verðlaun fyrir þennan heimskulega leik, ætla ég að leyfa honum að ganga aðeins lengur. Úrslit á miðvikudaginn.

Skrefaleikurinn.

Ég tók allt í einu þá ákvörðun að verðlaunin skyldu vera val á einni vídjómynd úr safninu mínu. Hérna kemur listinn, í ekkert sérlega sérstakri röð, sem sigurvegarinn getur valið úr:

Traffic - (ísl. txt)
The Cell - (dk. txt)
Zoolander - dk
XXX - ísl
Con Air - dk
The Talented Mr. Ripley - ísl
From Dusk Till Dawn - dk
Cabin Fever - dk
The Nutty Professor 2, The Klumps - ísl
Arlington Road - dk
Lethal Weapon 4 - dk
Driven - dk
13 Ghosts - ísl
Naked Gun 33 & 1/3 - dk
Stargate - dk
Impostor - dk
End of Days - dk
Zorro - dk
Insomnia - dk
American Pie 1 - dk
Very Bad Things - dk
The Crow - ísl
The Crow 2 - dk
Intolerable Cruelty - ísl
American Beauty - ísl
Heat - dk
Sleepy Hollow - ísl
A Beautiful Mind - ísl
Ali G. Indahouse - ísl
Bringing out the Dead - ísl
Any Given Sunday - ísl
The Lord of the Rings 3(extended version) - ísl
Three Amigos - ótxt
Snatch - dk
Lock Stock & Two Smoking Barrels - dk
Taxi 2 - dk
Air Force One - dk
Crimson Tide - dk
The Rock - dk
Beavis & Butthead do America - dk
Face Off - dk
Deep Blue Sea - ísl
Bad Boys - dk
Beverly Hills Cop 1 - dk
Beverly Hills Cop 2 - dk
Beverly Hills Cop 3 - dk
Die Hard 1 - dk
Die Hard 2 - dk
Die Hard 3 - dk
Gladiator - ísl
Private Parts - dk
15 Minutes - ísl
Old School - ísl
Hollow Man - ísl
Panic Room - dk
Speed - dk
Big Lebowski - ísl
Scream - dk
Fight Club - ísl
Three Kings - ísl
The Shawshank Redemption - dk
L.A. Confidential - ísl
Play it to the Bone - ísl
Enemy At the Gates - ísl
True lies - dk
Steve-O, Don´t try this at home, Part 2: The Tour - ótxt

Það skal tekið fram að þetta eru allt VHS myndir, ætla ekki að fara að gefa DVD myndirnar mínar og auðvitað ekki 007 myndirnar :D
Ef að sigurvegarinn vill vita meira um staka mynd þá bendi ég á Internet Movie Database sem er hægt að smella á hérna til hægri...

Þar sem ég ákvað allt í einu verðlaun fyrir þennan heimskulega leik, ætla ég að leyfa honum að ganga aðeins lengur. Úrslit á miðvikudaginn.

Skrefaleikurinn.

Ég tók allt í einu þá ákvörðun að verðlaunin skyldu vera val á einni vídjómynd úr safninu mínu. Hérna kemur listinn, í ekkert sérlega sérstakri röð, sem sigurvegarinn getur valið úr:

Traffic - (ísl. txt)
The Cell - (dk. txt)
Zoolander - dk
XXX - ísl
Con Air - dk
The Talented Mr. Ripley - ísl
From Dusk Till Dawn - dk
Cabin Fever - dk
The Nutty Professor 2, The Klumps - ísl
Arlington Road - dk
Lethal Weapon 4 - dk
Driven - dk
13 Ghosts - ísl
Naked Gun 33 & 1/3 - dk
Stargate - dk
Impostor - dk
End of Days - dk
Zorro - dk
Insomnia - dk
American Pie 1 - dk
Very Bad Things - dk
The Crow - ísl
The Crow 2 - dk
Intolerable Cruelty - ísl
American Beauty - ísl
Heat - dk
Sleepy Hollow - ísl
A Beautiful Mind - ísl
Ali G. Indahouse - ísl
Bringing out the Dead - ísl
Any Given Sunday - ísl
The Lord of the Rings 3(extended version) - ísl
Three Amigos - ótxt
Snatch - dk
Lock Stock & Two Smoking Barrels - dk
Taxi 2 - dk
Air Force One - dk
Crimson Tide - dk
The Rock - dk
Beavis & Butthead do America - dk
Face Off - dk
Deep Blue Sea - ísl
Bad Boys - dk
Beverly Hills Cop 1 - dk
Beverly Hills Cop 2 - dk
Beverly Hills Cop 3 - dk
Die Hard 1 - dk
Die Hard 2 - dk
Die Hard 3 - dk
Gladiator - ísl
Private Parts - dk
15 Minutes - ísl
Old School - ísl
Hollow Man - ísl
Panic Room - dk
Speed - dk
Big Lebowski - ísl
Scream - dk
Fight Club - ísl
Three Kings - ísl
The Shawshank Redemption - dk
L.A. Confidential - ísl
Play it to the Bone - ísl
Enemy At the Gates - ísl
True lies - dk
Steve-O, Don´t try this at home, Part 2: The Tour - ótxt

Það skal tekið fram að þetta eru allt VHS myndir, ætla ekki að fara að gefa DVD myndirnar mínar og auðvitað ekki 007 myndirnar :D
Ef að sigurvegarinn vill vita meira um staka mynd þá bendi ég á Internet Movie Database sem er hægt að smella á hérna til hægri...

Þar sem ég ákvað allt í einu verðlaun fyrir þennan heimskulega leik, ætla ég að leyfa honum að ganga aðeins lengur. Úrslit á miðvikudaginn.

Skrefaleikurinn.

Ég tók allt í einu þá ákvörðun að verðlaunin skyldu vera val á einni vídjómynd úr safninu mínu. Hérna kemur listinn, í ekkert sérlega sérstakri röð, sem sigurvegarinn getur valið úr:

Traffic - (ísl. txt)
The Cell - (dk. txt)
Zoolander - dk
XXX - ísl
Con Air - dk
The Talented Mr. Ripley - ísl
From Dusk Till Dawn - dk
Cabin Fever - dk
The Nutty Professor 2, The Klumps - ísl
Arlington Road - dk
Lethal Weapon 4 - dk
Driven - dk
13 Ghosts - ísl
Naked Gun 33 & 1/3 - dk
Stargate - dk
Impostor - dk
End of Days - dk
Zorro - dk
Insomnia - dk
American Pie 1 - dk
Very Bad Things - dk
The Crow - ísl
The Crow 2 - dk
Intolerable Cruelty - ísl
American Beauty - ísl
Heat - dk
Sleepy Hollow - ísl
A Beautiful Mind - ísl
Ali G. Indahouse - ísl
Bringing out the Dead - ísl
Any Given Sunday - ísl
The Lord of the Rings 3(extended version) - ísl
Three Amigos - ótxt
Snatch - dk
Lock Stock & Two Smoking Barrels - dk
Taxi 2 - dk
Air Force One - dk
Crimson Tide - dk
The Rock - dk
Beavis & Butthead do America - dk
Face Off - dk
Deep Blue Sea - ísl
Bad Boys - dk
Beverly Hills Cop 1 - dk
Beverly Hills Cop 2 - dk
Beverly Hills Cop 3 - dk
Die Hard 1 - dk
Die Hard 2 - dk
Die Hard 3 - dk
Gladiator - ísl
Private Parts - dk
15 Minutes - ísl
Old School - ísl
Hollow Man - ísl
Panic Room - dk
Speed - dk
Big Lebowski - ísl
Scream - dk
Fight Club - ísl
Three Kings - ísl
The Shawshank Redemption - dk
L.A. Confidential - ísl
Play it to the Bone - ísl
Enemy At the Gates - ísl
True lies - dk
Steve-O, Don´t try this at home, Part 2: The Tour - ótxt

Það skal tekið fram að þetta eru allt VHS myndir, ætla ekki að fara að gefa DVD myndirnar mínar og auðvitað ekki 007 myndirnar :D
Ef að sigurvegarinn vill vita meira um staka mynd þá bendi ég á Internet Movie Database sem er hægt að smella á hérna til hægri...

Þar sem ég ákvað allt í einu verðlaun fyrir þennan heimskulega leik, ætla ég að leyfa honum að ganga aðeins lengur. Úrslit á miðvikudaginn.

laugardagur, apríl 22, 2006

Leikur!

Ég er ekki alveg viss um að ég sé að fara skella reikningsnúmerinu mínu hérna á netið að svo stöddu...

EN, þangað til á mánudag er ég með heimskulegan leik fyrir ykkur:

Ég er með skrefateljara á mér í vinnunni. Það er fimm daga vakt í gangi hjá mér. Síðustu þrjá daga er ég búinn að labba 44358 skref. Tveir dagar eftir.
Sá/sú ykkar sem giskar á hvað ég labba mikið(í skrefum) þessa fimm daga fær...eh...eitthvað að eigin vali, svo lengi sem ég hef efni á því :D

Skekkjumörk eru í kringum 3000 skref.

Gaman!

laugardagur, apríl 15, 2006

Runni?

Hvað meinarðu með Runni?

Það hefur hægst all verulega á bloggfærslum hjá mér eftir að ég fékk vinnu. Ég gæti bloggað bara einu sinni í mánuði og samt bloggað oftar en Guðni!!!



Það fer fátt framhjá skötuhjúunum.
Við skruppum til Köpen í partý til Rannveigar, massastuð, mikið drukkið, gríðarleg þynnka daginn eftir.

Mér finnst gaman að gera tilraunir, stundum geri ég þær án þess að vita af því.
Ég er nefnilega búinn að komast að því að fólk vorkennir mér ef ég raka mig alveg. Þegar ég fór í atvinnuviðtalið á spítalanum ákvað ég að reyna að vera "hreinlegur" í framan þannig að ég rakaði allt skegg af mér. Undir leyndust tvær bólur og ég mundi af hverju ég hætti að raka af mér allt skeggið fyrir löngu. Önnur var fyrir neðan neðri vörina og hin á milli nefs og vara. Þessar tvær voru í simetrískri línu við þessa sem var á nefinu sem tengdist annari sem hafði tekið sér bólfestu á enninu.
Nú jæja, bólurnar breyttu því ekki að ég fékk vinnuna og þakkaði ég skeggleysinu náttúrulega fyrir þessa nýfundnu lukku mína. Að sjálfsögðu kepptist ég þá við að halda mér "hreinum" í framan næstu vikurnar og mér gekk fantavel í vinnunni, allir rosalega góðir og hjálpsamir.
Auðvitað gafst ég upp á að halda mér "hreinum" í framan og er núna kominn með kleinuhringinn aftur. Nánast um leið og ég hætti að raka mig breytist allt! Enginn nennir að hjálpa mér lengur og á á bara að vera búinn að læra allt um allt á þessum stutta tíma sem ég hef verið þarna. Fólk virðist líka treysta mér betur. Skil þetta ekki.
Til þess að geta kannski kallað þetta tilraun þyrfti ég væntanlega að raka mig aftur og athuga viðbrögð en því nenni ég náttúrulega ekki...



Auk þess að ég held að það fari mér bara betur að vera með smá skegg.

mánudagur, apríl 10, 2006

Tröppur eru tól djöfulsins.

Það fannst manninum allavega sem kom á bráðamóttökuna, snemma á laugardagskvöldið, eylítið ölvaður með gat á hausnum.

Ég var að vinna um helgina. Var reyndar að vinna mið. - sun..
Á meðan flest ykkar hafa kannski fengið ykkur mjöð af mörgum gerðum var ég að upplifa eftirfarandi:
Ég keyrði fullan kall með gat á hausnum niður í röntgen. Mikið blóð.
Ég var kallaður út í "hjartastopp" en þegar við komum var maðurinn eiginlega látinn. Þannig að ég og ein stelpa þurftum að fara niður í kjallara, finna stálborð, sækja manninn og keyra hann aftur niður í kjallara.
Ég hljóp með all nokkrar "akút" blóðprufur niður í greiningu.
Ég fór með öðrum yfir á geðdeildina og sótti gamla konu sem var víst búinn að meiða sig. Ég fattaði eftir mjög stutta stund að þetta var sama kona og ég hafði verið að keyra niður í röntgen um daginn, hún mundi ekki eftir mér...
Ég fór með litlan krakka í myndatöku af því að hann var búinn að æla út um allt á bráðamóttökunni. Held ég hafi aldrei séð svona mikið af ælu á einum og sama staðnum, rosalegt alveg hvernig allt þetta magn gat hafa komið úr þessari litlu písl.
Ég hélt í höndina á gamalli konu í lyftunni af því að hún er víst mjög hrædd í lyftum.
Ég fékk rigningu af blótsyrðum frá manneskju sem var nývöknuð eftir aðgerð. Inn á milli skildist mér að hún væri svona pisst off af því að hún var ekkert búinn að borða í 2 daga og ég var greinilega ekki að gera neitt í því, helvítis þorskhausinn sem ég væri...

..jæja, hvernig var helgin þín?

Ég veit bara að ég ætla að slappa af um næstu helgi.




Ef einhverjum langar að hafa samband við mig þá er líklega hægt að gera það í gegnum skype(siggaoggummi), msn(gmgmu@hotmail.com) eða gmail(gummi80@gmail.com). Svo skilst mér að það sé líka skaðlaust að skilja eftir eina eða tvær línur hérna fyrir neðan.

miðvikudagur, apríl 05, 2006

Shalom.

Daði átti afmæli á mánudaginn, pabbi átti afmæli í gær og Katrín átti afmæli á sunnudaginn. Ég er í Danmörku og af þessum þrem er Katrín þar líka. Meira að segja í sömu borg, tekur mig svona ca. korter að hjóla til hennar.
Af þessum þrem reyndist samt erfiðast að ná í Katrínu, endaði reyndar með því að ég náði bara ekkert í hana og hef ekki ennþá gert...magnað.

Ég er annars að verða of seinn í vinnuna en langði að posta hérna aðeins, aðalega með eitt í huga: Forvitni.
Ég er að drepast úr forvitni. Ég er nefnilega með svona sér síðu sem að aðeins ég kemst inn á. Þar sé ég nákvæmlega hvað koma margir hingað á dag og hvað þeir eru lengi og hvaðan þeir koma og hvert þeir fara. Það sem ég sé ekki er HVERJIR þetta eru. Ég er ekki að heimta að hver og einn sem kemur hingað kommenti eitthvað í hvert einasta skipti, stundum hefur maður bara ekkert að segja, en svona í þetta eina skipti - ef þeir sem leggja hingað sína leið og nenna kannski að renna yfir þetta þvaður sem að ég pikka hérna, myndu nenna að segja tja..."hæ" t.d.. Þarf ekki að vera lengra. Mig langar bara svolítið að vita HVERJIR þið eruð - call it my need to know.