mánudagur, nóvember 27, 2006

KBH! (það á ábyggilega að vera pé þarna einhverstaðar.)

Það mætti halda að jólin væru komin í Tívolíinu í KBH. Svakalegur jólabær sem að maður labbar inn í. Meira að segja hinir fúlustu Grinch-ar eins og yours truly komst næstum því í jólaskap.


Eða kannski var það af því að ég var svolítið hífaður. Það sem skiptir máli er að ég og Sigga vorum þarna með skemmtilegu fólki. Eins og ég var reyndar líka með um síðustu helgi en við fórum bara ekki í Tívolíið. Langar bara að þakka öllum fyrir samveruna og Tinna, við Sigga erum bæði sammála um að þú sért hetja! Vel flestir, þar á meðal við, hefðum legið upp á hótelherbergi og vælt alla helgina.

fimmtudagur, nóvember 23, 2006

Það var líka fimmtudagur í síðustu viku.

Man vel eftir honum. Langar rosalega að hringja og segjast vera veikur núna. Ég er nefnilega svo vanafastur. Svo er ég líka að fara á 12 - 20 vakt þannig að ég lendi í miklu meiri samskiptum við fólk núna heldur en á næturnar, sem er ekki gott.
En ég hef aftur á móti ákveðið að láta reyna á þetta "smílaðu framan í heiminn" dót. Athuga hvort það virkar. Annars get ég eiginlega ekki kallað mig vísindamann. Er búinn að taka hinn helminginn á þetta. Var fúll, pirraður og jafnvel þunglyndur í 3 vikur. Nú er bara að bíða og sjá hvað gerist.
Ég er var að reyna að setja niðurteljara á síðuna mína í gær. Eftir gríðarlega vinnu og hugsjónarsemi er ég búinn að fá staðfestingu á að hann sé þarna en ekki með öllum tekstanum sem ég skrifaði undir hann. Svo sé ég hann ekki þannig að þetta er allt saman mjög furðulegt...."easy to use" MY ASS!!

Er að fara til Köpen um helgina(alveg eins og ég var að fara að gera síðasta fimmtudag) að hitta Tinnu og Arnar og fleiri góða. Veit ekkert hvenær þau koma. Veit bara að ég og Arnar ætlum að horfa á Man.Utd. - Chelsea á sunnudaginn þó það þýði að við missum af lestum og flugvélum og vinnu! Held nefnilega að ég eigi að fara að vinna á sunnudaginn....man það bara ekki og dettur ekki í hug að tjékka á því...

Svona var ég eftir síðustu KBH ferð....

föstudagur, nóvember 17, 2006

Sad.

Ein sorglegasta frétt sem ég hef lesið um okkar annars ágæta landsliðsfyrirliða er hérna.

fimmtudagur, nóvember 16, 2006

Pimpin´ around.

Var spurdur í thridja skipti núna ádan hvort ad ég vissi um einhverjar "skemmtilegar" stelpur.
Annad skiptid var thad gamall kall sem spurdi nú reyntar bara hreint út hvort ég vissi hvar hórurnar væru. Ég var í midjum útskýringum thegar ég sá ad thad var kominn annar gestur fyrir aftan hann. Ég gerdi honum thann greida ad hætta ad tala um hórur thar sem ad gesturinn fyrir aftan leit ekki út fyrir ad vera í theim gírnum, verandi kona og hvadeina.
Á medan ég afgreiddi konuna..eh..ég meina; lét hana fá lyklana, lét gamli perrinn sig bara hverfa.

Thridja skiptid var bara núna ádan. Kom frekar ölvadur karlmadur, ca. hálffertugur, og spurdi, mjög lúmskulega, hvar madur fyndi stelpur sem væru til alls líklegar, thad er ad segja ef ad einhver væri ad leita ad svoleidis. Ég sagdi honum ad thær myndu líklega halda sig bakvid lögreglustödina, thad er ad segja ef ad einhverjar svoleidis væru til.
Thad fannst honum afar skrýtin stadsetning og ég verd nú eiginlega ad vidurkenna ad ég er sammála honum.
Hringdi í leigubíl fyrir hann.
Klukkutíma seinna kom hann í lögreglubíl og var ekki ánægdur. Ég átti í mestu vandrædum med ad hlægja ekki upp í opid gedid á honum.

Grídarlegt plan hjá mér gangi annars. Hringja mig inn veikann á morgun, eda láta Siggu öllu heldur hringja mig inn veikann, en vera thad samt ekki múhohohohohoh. Út ad eta og svo teiga eins og einn eda tvo öllara med Birni. Verd einhvern veginn ad bæta upp fyrir ad ég lét hann bída í 3 tíma eftir mér á lestarstödinni...híhíhíhíhí. Svo förum vid félagarnir ásamt Bögga til KPH á fös og málum bæinn.

Vona ad thad hafi ekki verid mikid af mál-, né stafsetningarvillum í thessari færslu. Erfitt ad blogga klukkan 5 á morgnana. Ennthá erfidara ad ætla ad fara ad lesa yfir....held ég thurfi gleraugu, spá í ad láta Inga sjónmæla mig um helgina. Spurninga hvort ad ég finni einhvern til ad líta á tánna á mér í leidinni, hún er ennthá ad bögga mig. Bjössa kannski bara...

þriðjudagur, nóvember 14, 2006

Tannkrem...ekki skola??

Sá auglýsingu/upplýsingartrailer frá samtökum tannlækna eða eitthvað álíka. Skiptir ekki máli hver það var, bara að það kom í sjónvarpinu sem lýgur btw aldrei. Þar var mér sagt að ég ætti ekki að skola munninn eftir að ég væri búinn að tannbursta mig. Ætti að leyfa tannkreminu að vellast um í kjaftinum á mér alla nóttina. Allt í fína, geri það. Fer ekkert að ögra sjónvarpinu bara sí svona!
Þetta hefur s.s. enginn gríðarleg áhrif á svefninn en daginn eftir - HÚHA! Stóð 2 metrum frá Siggu og var að tala við hana og ég sá hvernig hún fölnaði af andfýlu minni og svo var hún nú líka svo góð að benda mér á að það væri ekki allt í lagi með þetta um leið og hún beygði sig frá og hljóp í burtu.
Meira að segja ég tók eftir því hvað ég var andfúll. Var smeykur við að draga inn andann ef að ég skyldi nú allt í einu kæfa sjálfan mig. Ég er að segja ykkur það að ég hefði getað látið fíl leggjast niður og grenja hefði ég andað á hann.
Ég ætla samt að halda áfram að skola ekki eftir tannburstun, af því að sjónvarpið sagði mér að gera þetta.

Talandi um lykt. Það er eitthvað að gerjast inn í eldhúsi. Get ekki alveg sett puttann á það. Ekki af því að ég veit ekki hvað það er. Vil bara ekki koma við það. Held ég hafi heyrt það hlægja að mér áðan...

Svo er ég að fara að taka gríðarlega ákvörðun. Ætla að skipta yfir í "Beta Blogger". Veit ekkert hvað það er og er meinilla við breytingar en Sigga segir það sé da bomb. Ætti aldeilis að lífga upp á daginn hjá mér.

Ef að eitthvað fer úrskeiðis og þetta blogg hverfur algjörlega, gæti mér ekki verið meira sama og bið engann mann afsökunar.

föstudagur, nóvember 10, 2006

Glamúrlíf næturvardarins.

Ég get alltaf sagt ad ég hafi allavegad prófad thad. Get líka sagt ad mig langi ekki ad prófa thad aftur.

Vááááááááááááááááááááááááááááááááááááááááááááááááááááááá hvad mér leidist!
Thad er leidinleg tónlist í útvarpinu. Redda thví stundum med thví ad hlusta á Ipodinn minn. Vill oft verda vandrædalegt snúrukaos thegar thad kemur gestur. Thad skiptir engu máli hvort thad eru snúrur eda rör í gródurhúsum, ég er og mun ávallt verda; Gudmundur hinn lipri. Spurning um ad setja thad á legsteininn:

Hér hvílir Gudmundur hinn lipri.
Hann datt.


Ég hef lengi haldid ad ég væri einhver "people person" og hef kannski verid thad. Veit bara núna ad ég hata fólk og held alltaf thad versta um thad. Ef ég sé ad thad er einhver ad koma og tala vid mig, thá er mín fyrsta hugsun;

Hvad í andskotanum ætlar thú núna ad fara ad kvarta yfir, helvítis auminginn thinn. Gastu ekki bara verid heima hjá thér fyrst ad allt er svona ömurlegt hérna? Og nei, ég ætla ekki ad gefa thér bjór í sárabætur bara af thví ad thú fannst rykkorn í einu horninu í herberginu thínu. Fífl! Fardu!

Thó ad thetta sé nú yfirleitt spurningin sem ég fæ;

Gæti ég fengid lykilinn ad herbergi xxx?

En já, thad gæti kannski hljómad eins og frábær hugmynd ad vinna næturvinnu, en thad er rangt.

fimmtudagur, nóvember 09, 2006

Hmm?

Er eina ástæðan fyrir því að við segjum ekki frá hvað nýfætt barn á að heita svo að það nenni einhver að koma í skírnina?

sunnudagur, nóvember 05, 2006

Furðulegur sunnudagur.

Er ekki búinn að gera mikið en fékk eitt símtal. Það var kona. Hún var að spyrja mig hvort að það mætti hringja í mig í næstu viku og reyna að selja mér einhverja tryggingu.
Furðulegt að nýta ekki tækifærið og reyna að selja mér eitthvað fyrst hún var nú með mig í símanum.
Jæja, hún um það. Ég sagði henni að ég þyrfti ekki neina tryggingu þar sem að ég væri að flytja til Íslands.

"Já en Gumblunderiozd(svona finnst þeim að eigi að bera fram nafnið mitt, í alvörunni sko!), þetta tekur ekki nema 5 mínútur."

Ég útskýrði fyrir henni, aftur, að ég væri að flytja til annars lands. Það tókst loksins en hún ákvað samt að enda símtalið á að spyrja hvort ég væri alveg viss um að mig langaði ekki að einhver myndi hringja í mig í næstu viku til að reyna að selja mér tryggingu.

Þó að mér leiðist alveg óheyrilega mikið í minni vinnu, þá er ég feginn að vera ekki að vinna við það sem hún vinnur við...hvað sem það nú er. Tala nú ekki um hvað ég er feginn að vera ekki að vinna í úrgangs og endurvinnslustöðinni...ugh!

Svo tapaði Arsenal fyrir liði sem var á góðri leið með að falla - ég hló og frakkinn fór í fýlu.
Svo tapaði Chelsea óvænt. Reyndar alltaf óvænt þegar Chelsea tapar - ég tók smá dans. Hefði viljað geta tekið hann fyrir framan Jose.

Við Sigga erum svo að fara á Borat á eftir...

Ég held að ég sé sofandi...

miðvikudagur, nóvember 01, 2006

Morð á Grand!

Það er búið að henda graskerinu. Henda því bara eins og skítugri, einnota tusku. Mikil sorg. Þetta var vinur minn. Eini sem ég gat talað við á nóttunni. Hann var alltaf sammála mér. Ég skipti um kerti í honum. Hreinsaði kertavax sem hafði lekið í botninn á honum. Við gerðum óspart grín að gestum sem komu inn um dyrnar. Ó, hvað við hlógum...góðar stundir.

Ég hef Vítisenglana sterklega grunaða um að hafa staðið á bakvið þetta hræðilega mál. Enda hringdi löggan í mig og krafðist upplýsinga! Þeir vildu fá að vita hvort ég hefði tekið eftir hvaðan þeir væru. "Englandi!" sagði ég stoltur og hrósaði sjálfum mér fyrir ótrúlega eftirtektarsemi.

"Já, við vissum það nú reyndar. Við vorum að velta fyrir okkur hvort að þú vissir hvaða borg í Englandi þeir kæmu frá. Það stendur yfirleitt hægra meginn, í brjóstkassahæð, á jökkunum þeirra. Tókstu nokkuð líka eftir því hvort að einhverjir þeirra væru með hauskúpu með vængjum á jökkunum?"

"(Sko, ef ég á að vera fullkomlega hreinskilinn við þig, þá er staðreyndin sú að þegar sjö síðhærðir risar, ýmist fullir eða uppdópaðir standa fyrir framan mig í Hells Angels jökkum þá fer öll mín athygli og orka í að pissa ekki í brækurnar. Þannig að) nei, ég tók ekki eftir bæjarnöfnum eða hauskúpum með vængjum á. En ég tók eftir því að það stóð MC í litlum stöfum, neðst í hægra horninu, aftan á jökkunum."

Hann þakkaði mér fyrir hjálpina, sem ég býst við að hafi verið afskaplega lítil.


Ég og Sigga á fræknum flótta...

Smá vidbætingur:
Ég mæli eindregid med ad fólk flykkist á heimasíduna hans Gardars og taki thátt í ljósmyndakeppni(og thegar ég segi "taka thátt" thá meina ég náttúrulega "kjósa hans mynd ellegar brenna í helvíti").
Thar fyrir nedan er líka mjög gott vídjó af engum ödrum en mér í vinnunni!