sunnudagur, janúar 29, 2006

Hverju ert þú eiginlega vanur?

Eins og kom fram hérna fyri neðan, þá er ég búinn að vera gera allt í mínu valdi til að vera rekinn frá þessum skítalager sem ég hef verið að mæta í síðustu 2 vikurnar. Margt hefur verið reynt, viljandi og óviljandi. Til dæmis á föstudaginn, sem var seinasti dagurinn minn, sendi ég óvart einhverjum kúnna 10 ryksugur þegar hann pantaði bara eina.
Nú jæja, long story short, þá kemur "bossinn" til mín og ég alveg viðbúinn hýðingum þannig að ég reyni the amazing escape á klóið en hann kallar á eftir mér! "Ehh Magnus. Har du lyst til at forlænge din tid her om en maned?"
WHAT!?
Er ekki í lagi með þig? Langar þig að ég haldi áfram hérna í einn mánuð í viðbót?
"Já, það er búið að vera gott að hafa þig hérna og ég er hæstánægður með vinnuna þína."
Ég bara...djís...ég veit ekki alveg...sko..ég get eiginlega ekki í næstu viku allavega. Þarf að fara niður á TV2 og komast til botns í umsókninni endalausu. Brjóta svo hurðir og míga útí horn ef það verða slæmar fréttir sem að ég fæ þar á bæ.
Hann tók þá bara í höndina á mér, þakkaði mér kærlega fyrir all the work I put in og óskaði mér held og lykke með TV2. Svo endaði hann á að segjast vona að hann mætti biðja um mig aftur ef að hann þyrfti á vikar að halda...
Ég varð alveg ægilega hugsi eftir þessi ummæli hans. Hvaða hroðalega lélega starfskrafti er þessi maður vanur fyrst að hann var "hæstánægður" með mig og hvar er sá maður? Þarf eiginlega að fá að fylgjast með hetjunni minni í svona einn dag eða svo. Ég á greinilega margt eftir ólært.

Ég er svo múltíkúltúral að það nær engri átt. Sigga keytpi pizzu um daginn. Þannig að ég var í Danmörku að borða American Style Pizza; Surpreme og neðst á kassanum stóð: Made in Germany.
Gerist ekki meira múltíkúltúral en það.

Var ég búinn að nefna það hvað kókið er vont hérna? Held þeir noti eitthvað vafasamar aðferðir við að brugga það hér í Danmörku.

Djöfull vona ég að maður fari að fá einhverja almennilega vinnu hérna svo maður endi nú ekki bara í ruglinu.

Ef ég fæ ekki vinnu á TV2 ætla ég að sækja um aftur undir nafninu Jim Daggerthuggert.

miðvikudagur, janúar 25, 2006

Taxi.

Hefur einhver, sem að les þetta bull í mér, verið í þannig vinnu að þér er alveg sama hvort þú ert rekinn eða ekki?
Ég hef prófað það. Er réttara sagt að prófa það núna. Það er nokkuð frelsandi. Þetta gengur þannig fyrir sig að ég vinn sem sagt vinnuna mína, en eins illa og ég mögulega kemst upp með. Hvernig kemst maður að mörkunum gætu sum ykkar verið að spyrja. Það er ekki auðvelt. Maður verður að finna upp á margskonar flóknum prófum og tilraunum.
Ég er t.d. kominn með það á hreint að það er sama hvar maður stendur(á 10þús. fermetra svæði allavega) og gerir ekki neitt, það kemur alltaf einhver nákvæmlega á þann stað. Metið mitt er að standa út í einu horninu í tæplega korter án þess að gera neitt og þá kom einhver. Á morgun verða hin 3 hornin athuguð.
Svo má ég t.d. ekki setjast niður, þannig að auðvitað reyni ég að finna sem flesta hluti til að setjast á og sem oftast. Trickið er að líta út fyrir að vera að fara yfir eitthvað, pappírana sem maður heldur á, hvort að maður sé með rétta hlutinn og jafnvel hvort að það er hægt að taka hann í sundur. Note to self: Það er ekki hægt að taka í sundur rúðuþurrku.
Ég græddi samt ekki mikið á "setjast niður" tilrauninni, í besta falli 3 - 4 mín.
Það var eitt skipti þar sem að ég nennti ekki að leita að hlutunum þannig að ég tók bara eitthvað! Það komst fljótlega upp um það. Kannski vegna þess að allt sem að ég geri er merkt mér. Hefði náttúrulega átt að fatta það áður en ég reyndi að segja að þetta gæti ekki hafa verið ég sem gerði þessi mistök. En þar sem ég var ekki rekinn og ég græddi 10 mín. í pásu er mjög hugsanlegt að ég geri ekkert á morgun nema að standa útí horni og taka vitlausa hluti...

Ég er sem sagt ekki búinn að heyra neitt frá TV2. Þeir ætluðu að hringja í mig í síðustu viku...kannski liggur símakerfið niðri hjá þeim. Kannski er þeim eitthvað illa við mig þar sem að eina sem ég geri þegar ég hringi í þá er að spyrja "Ert þú nýja mamma mín?". Veit það ekki og mun líklega aldrei komast að því.

Ef að þeir vilja mig ekki þá er ég sko búinn að finna það sem tekur við! Ég sá auglýsingu þar sem að einhver skóli hérna var að bjóðast til að borga fyrir mig Leigubílstjóranám og lofaði mér vinnu eftir námið. Held að ég muni alveg þiggja það að sitja í Mercedes Bens allan daginn og gera það sem ég hef mikla ástríðu fyrir: Að keyra...tala nú ekki um að fá borgað fyrir herlegheitin.


Já...það er endalaust "farangurspláss" í Bens.

sunnudagur, janúar 22, 2006

:D

Já...það getur vel verið að Liverpool séu evrópumeistarar ,allt bendir til þess að þið endið ofar en við í deildinni og það má vel vera að þið vinnið meistardeildina aftur, reyndar megið þið vinna hana eins oft og þið viljið fyrir mér, en þið getið alltaf treyst á það að Manchester United vinnur ykkur, aftur og aftur og aftur....og aftur! HíhíhíhíhíahahahahahahahahahaMÚHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHA
HAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHA!


Daníel Friðrik skemmti sér afar vel yfir leiknum, enda gallharður Manchester maður!

Þarna eru sem sagt hann Daníel(eða Junior, eins og hann er yfirleitt kallaður(af mér)) og mamma hans, hún Katrín.
Þau voru nefnilega að flytja hingað til Odense í dag ásamt einhverjum kalli, Böggi er hann kallaður, sem er sakaður um að vera faðir drengsins og að hafa haldið við Katrínu í fjölda ára. Hann á rafmagnsbílabraut sem er temmilega kúl og gerir það náttúrulega að verkum að ég kem til með að "kíkja" mjög oft í heimsókn á mjög ókristilegum tímum.
En fyrir utan það þá er rosalega gaman að þau skuli vera kominn hingað í H.C. Andersen bæinn til okkar Siggu.
Mikið gaman.
Mikið stuð.
Mér hefur bara ekki fundist svona gaman síðan ég var á þríhjólinu mínu hérna fornum daga:

föstudagur, janúar 20, 2006

FTZ uck on it.

Það er svona þegar maður í álíka örvandi vinnu og ég er í þessa dagana...manni dettur bara ekkert í hug. Ég gæti sagt ykkur frá deginum mínum en þá myndi ég líklega hljóta lögsókn frá hægri OG vinstri fyrir manndráp af gáleysi af því að þið mynduð öll deyja úr leiðindum og ættingjar ykkar alveg brjálaðir og ég veit ekki hvað og hvað.
(samt held ég áfram)
Þegar Páll Óskar, ofuröfugi, var spurður hvort hann héldi út bloggsíðu, svaraði hann: "Nei, ég á mér líf".
Þetta fannst mér náttúrlega móðgun. Kannski satt hjá honum en þegar ég spái svolítið í það, þá blogga ég einmitt EKKI þegar það er ekkert að gerast hjá mér. Kannski er bara svona nákvæmlega ekkert að gerast hjá honum að hann vill ekki viðurkenna það og svarar þess vegna svona...?
Hverjum er ekki sama?
Þarna talaði ég t.d. um Pál Óskar 7 línum lengur en mig langaði nokkurn tímann til að gera, bara af því að það er ekkert að gerast hjá mér.
En svona af því að ég var eitthvað að kvarta yfir því um daginn hvað þetta væri stór lager sem ég er að vinna á þá spurði ég einhvern gaurinn þarna og hann sagði að þetta væru rúmlega 5000 fermetrar. Svo má náttúrulega ekki gleyma því að þetta eru 2 hæðir og þar af leiðandi rúmlega 10 þús fermetrar sem að ég er að speedwalka þarna allan daginn. Langar þig að koma og hjálpa mér?

Það snjóaði all hressilega hérna á miðvikudaginn og fimmtudaginn. Þá er ég að tala um að þetta hefði talist bara þokkalegur snjór á Íslandinu sjálfu. Temmilega feitur stemmari að fara út þá morgna, grafa upp hjólið sitt og spæna svo áfram í torfærunni. Maður er ekkert að taka strætó neitt. Maður er enginn kelling! Það kemur málinu ekkert við að ég kann ekki rassgat á þetta strætókerfi...
Það voru 5 mínútur eftir af vinnudeginum í dag og við stóðum þarna þrjár Temp-team hórur, löðrandi sveittir alveg hreint og yfirmaður okkar segir við okkur að það sé ekki fleiri pantanir komnar þannig að við getum ekki gert neitt. "Setjist þið bara niður og verið á standby" sagði hann og brosti. Gott mál, við setjumst niður, búnir á því í löppunum og erum bara að spjalla. Svo kemur yfirmaður yfirmanns okkar til okkar(var þetta ekki skemmtileg setning?). "Þetta viljum við ekki sjá hérna, standið upp"! "En okkur var sagt að það væri ekkert meira sem við gætum gert hérna í dag", ákvað ein hugrökk sál að segja við hann(ekki ég). "Það skiptir ekki máli, þið megið ekki setjast niður nema það sé skipulögð pása eða vinnudagurinn er búinn. Þið getið tekið til þangað til". Ég beygði mig niður, tók upp bút úr pappakassa og setti hann í ruslið. Þar með var vinnudagurinn búinn. FASISTAR!!
Gott ef ég er ekki að setja saman lögsókn á þessar tíkur fyrir nauðgun á líkama og sál. Heiladauðari held ég að ég hafi aldrei verið á ævinni. Hvað þá þreyttari. Ein stelpan þarna er búinn að vinna hjá FTZ í 7 ár....SJÖ ÁÁÁÁÁÁR!! Ég ætlaði að spyrja hana hvort að það væri ekki í lagi með hana en fattaði það svo. Hún er ljóshærð...

miðvikudagur, janúar 18, 2006

2+2 = Rollugarður!

Ég hef oft velt fyrir mér stúdentsprófinu. Hvernig það gagnast mér og ja, eiginlega líka hvernig tilfinning það væri að hafa eitt svoleiðis stykki í vasanum. Mikið spáð í þetta og yfirleitt þegar ég er að tala við einhvern um þetta þá er ég á þeirri skoðun að maður þurfi þetta ekki nema maður ætli í háskóla eða eitthvað því um líkt. Alltaf þegar ég er að "rífast" um þetta málefni kemst ég að þeirri skoðun að ég hafi líklega rangt fyrir mér...
En svo man ég stundum eftir stelpu sem að var með mér í framhaldskóla. Ég nefni engin nöfn af því að ég er ekki algjör bastarður, en aðallega af því að man ekki hvað hún heitir fullu nafni og ég vil ekki að allt of margar Kristínur fari að halda ég sé að tala um þær...úps!
Jæja, þessi ágæta stelpa var allra yndi, nema þeirra sem þoldu hana ekki. Kanski af því að hún var jafn hávær og F-15 orrustuþota eða kanski af því að hún var jafn fyrirferðamikil og bremsulaus 18 hjóla trukkur, skiptir ekki máli af því að hvort sem að hún var hötuð eða elskuð fóru gáfur hennar ekki framhjá neinum. Tvö atriði eru efst í huga.
Nr. 1: Mér fannst soldið fyndið þegar hún kom úr enskuprófi og var alveg á nálum, hljóp til vinkvenna sinna og auðvitað var talað um prófið. Öllum fannst það hálf erfitt og samsinnti hún því. Einna erfiðast fannst henni þýðingarhlutinn í prófinu og spurði hún hvernig þær hefðu þýtt "Kindergarden". "Leikskóli" svöruðu sumar, "Barnaheimili" svöruðu aðrar. "Ó SHIT!!" heyrðist ábyggilega til Kópaskers þegar það hvall í orrustuþotunni brjóta hljóðmúrinn. "Ég skrifaði: Rollugarður!!" Ég hélt ég yrði ekki eldri...sem reyndust óþarfa áhyggjur eins og sjá má í dag.
Nr. 2: Skemmtilegast fannst mér, að ég held, að rífast við hana um hvort maður svitnaði í sundi eða ekki. Þið megið taka eina villta ágiskun á hvort hún hélt að maður gerði. Ég hélt því allavega fram að maður svitnaði mikið í sundi...

Nú jæja, ef að þessi ágæta manneskja nær stúdentsprófinu í vor, eins og mér skilst að hún ætli sér, þá ráðast á mig spurningar úr öllum áttum. Ætti ég ekki að geta náð þessu sem upp á vantar fyrst að hún getur það? Vil ég þetta skírteini ef að manneskjur eins og hún getur það? Er ég heimskari maður fyrir að vera ekki með þetta skírteini? Lítur fólk niður á mig af því að ég er ekki búinn að ná þessu?(hef að vísu aldrei reynt að ná stúdentnum). Kemur það berlega í ljós hvað ég þarf virkilega mikið á stúdentsprófi að halda þegar farið er yfir stafsetningavillurnar á þessari síðu? Spurningar, spurningar og aftur spurningar. Ég held ég noti gömlu góðu "best að sofa á þessu og sjá hvort að þetta leysist ekki af sjálfu sér" aðferðina.

Já, svona er þetta. Hér fær enginn miskunn. Ekki einu sinni ég. Hérna hef ég gaman af að tala illa um fólk af því að ég get það. Ég veit ekkert hverjir koma hingað(ok, ég veit um nokkra) og láta sér leiðast yfir pistlum mínum og mér er eiginlega sama. Hér ræð ég og mun ekki hætta fyrr en einhver höfðar meiðyrðamál gagnvart mér og lætur loka þessari síðu. Þá opna ég síðu sem kemur til með að heita: Meiðyrðamálsögur Gvendar.


Fyrir þá sem skilja af hverju ég setti þessa mynd inn við þennan pistill, eiga sjálfsagt eftir að brosa út í annað....hinir ekki.

föstudagur, janúar 13, 2006

M2219G - 78STK - CRA81266318

Þetta þýðir að ég þarf að fara upp á aðra hæð, finna rekka 22 og hillu 19 í þeim rekka, hæð G í hillu 19, þar þarf ég að finna varahlut með númerið CRA81266318 og taka 78 svoleiðis stykki. Við hliðina eru ábyggilega númerin CRA812266418 og CRA81216318....

Fékk sem sagt vinnu í gær á enn einum lagernum þar sem að ekki er vanþörf á númerum. Þetta er lager með bílavarahluti. Ekki nokkra bíla, ekki mjög marga bíla, heldur alla fólksbíla sem til eru í HEIMINUM! Shit hvað þetta er stór lager og djöfull þarf ég að labba mikið og ég HATA að labba. Ekki nóg með að ég þurfi að hjóla 6 kílómetra á dag til að komast þangað(og væntanlega 6 kílómetra heim aftur) þá þarf ég að labba í 8 klukkutíma á dag...við fáum að setjast niður 3svar á dag, 2svar í 7 mín og einu sinni í 30 mín....fasistar.
Gaurinn sem kenndi mér á þetta kerfi og hvernig maður á að gera hlutina þarna er fanatískur hálfviti sem verður alveg klikkaður ef hann sér mig gera hlutina einhern veginn öðruvísi en nákvæmlega eins og hann sýndi mér fyrsta daginn, þá kemur hann hlaupandi á eftir manni og "lagar" allt sem ég búinn að gera. Gaman frá því að segja að hann er búinn að missa lyktarskynið sitt. Það er gaman að segja frá því af því að þegar hann er að reyna að sýna mér eitthvað nýtt eða aftur eitthvað sem ég hef gleymt þá geri ég í því að reka eins mikið við og ég get! Það er gaman...
Ég á að vera þarna til 27. jan. með 105 dkr. á tímann, ekki nóg fyrir þessa misþyrmingu sem að ég verð fyrir en maður lætur sig hafa það af því að annars væri maður jú bara atvinnulaus....frekar einfalt. Þetta er álíka gaman og að þvo ketti!

Eins og öllum er löngu orðið kunnugt er ég meistarinn í "halda á lofti boltanum með því að smella hann með músarbendlinum" leiknum sem er á síðunni hans Garðars. Setti þetta þvílíka met upp á 96 smelli! En þar sem ég er eiginlega aldrei nógu ánægður með það sem ég tek mér fyrir hendur þá ákvað ég að reyna að gera betur og gerði mér lítið fyrir og bætti metið mitt aðeins og tók mynd því til sönnunar af því að það eru efasemdapjésar til í heiminum sem myndu aldrei trúa mér:


Gaman að því...

Við Sigga fórum niður í bæ, á Ryans, sem er írskur pöbb, til að horfa á Manchester slaginn mikla. Óþarfi að fara eitthvað meira í þann leik, fyrir utan að mig langar að segja að Ronaldo átti skilið þetta rauða spjald sem hann fékk. Langt síðan ég hef séð svona einbeittann brotavilja.

Svo má líka bæta því við að Sigga sagði að ég hafi sofnaði klukkan ca. 19:30 í gær og ekki vaknað fyrr en klukkan 10 í morgun....furðulegt nok, þá man ég ekki neitt eftir því!

miðvikudagur, janúar 11, 2006

Vottar.

Vottar Jehóva eru magnaðir. Ég er að vísu ekkert alveg viss hvernig Jehóvar er skrifað þannig að þeir verða héðan í frá kallaðir "VJ", "Vottar" eða "Jehóvar".

Ég fór á mánudaginn á TV2 til að láta þá fá eitt meðmælabréfið í viðbót. Þegar ég kom svo heim aftur og lagði hjólið mitt upp við vegginn, læsti því og leit upp, voru tvær konur búnar að króa mig af.
Þær: Góðan daginn, megum við eiga við þig orð?
Ég horfði hugsi á þær í smá stund og fattaði það allt í einu, þetta voru VOTTAR!!

Like a midget in a urinal, I would have to stay on my toes at all times...

Ég: Já (DAMMIT!!).
Þær: Hefurðu aldrei velt fyrir þér hvað muni gerast í framtíðinni?
Ég: Jú (DAMMIT, DAMMIT, DAMMIT!).
Þær: Við vitum nefnilega hvað gerist í framtíðinni. Sjáðu til, biblían og Guð hafa öll svörin. Hefurðu lesið biblíuna?
Ég: Ég get nú ekki sagt að ég hafi gert það en ég fór nú í messu á hverjum sunnudegi þangað til að ég varð átján ára.
Þær: Þannig að þú ert trúaður maður?
Ég: Tja...ég svaf nú eiginlega bara meðan á öllu þessu veseni stóð.
Þær: En ertu trúaður?
Ég: Já, ég stunda "hentugleikatrú".
Þær: Hvað er það?
Ég: Það þýðir að ég trúi á Guð þegar ég þarf virkilega á því að halda að hann geri eitthvað fyrir mig. Annars stunda ég mest sjálfsdýrkun.
Þetta fanst þeim fyndið...þrátt fyrir að ég væri bara alls ekki að grínast!
Þær: Í biblíunni segir að...
Ég: Fyrirgefið að ég trufla en er það satt að Guð fyrirgefi öllum svo lengi sem þeir játi syndir sínar?
Þær: Já. Eins og stendur hér í bibl...
Ég: Þannig að ef að einhver maður myndi birtast heima hjá mér, myrða föður minn og nauðga systur minni, myndi Guð þá fyrirgefa honum svo lengi sem hann játaði að hafa gert rangt?
Þær: Já. Það geturðu fundið hérn...
Ég: Ja hérna hér...Ég einhvern veginn stórefast um að ég myndi fyrirgefa honum.
Þær: En þú getur lært að fyrirgefa með því að...
Ég: Ég held nefnilega að ég myndi leigja mér bíl, tileinka lífi mínu í að elta þennan gaur og þessa nýfundnu trú hans og svo þegar hann væri að labba yfir götuna myndi ég sjálfsagt keyra yfir hann. Ef hann væri svo enn á lífi myndi ég líklega skella í bakkgírinn og reyna bara aftur.
Þær: Þetta er nú ekki mjög fallega hugsaði hjá þér.
Ég: Stendur ekki í biblíunni "Auga fyrir auga, tönn fyrir tönn"?
Þær: Jú en...
Ég: Þá er ég búinn að fá svar við því sem ég þurfti að vita. Ég biðst afsökunar á að hafa eytt tíma ykkar hérna úti í frostinu og vonandi eigið þið áfram góðan dag.

Þær létu mig nú samt fá frétta bréfið sitt sem mun ábyggilega nýtast sem skeinipappír þegar fram líða stundir...

laugardagur, janúar 07, 2006

7. janúar....

...as promised!

Þá er maður kominn aftur "heim". Það var gaman á Íslandi, fannst mér. Gerði mér grein fyrir svolitlu: Ég sakna ekki Íslands, ég sakna ykkar, vina minna, ættingja minna, mikið djöfull var gaman að sjá framan í ykkur öll.

Daði: Rakaðu þig! Þú ert fokking farinn að hræða mig með þessu.

Bjössi: Róaðu þig maður, alltof tense eitthvað.

Hemmi: ....stay cool.

Arnar: Ekki vera sorry, þessi helvítis veggur var fyrir þér og bara had it fucking coming! Ég setti link á þig hérna til hægri...farðu að blogga!

Viggó: Ég veit ekki hvað þú ert að gera eða hvað þú ert að fara að gera but keep it up!

Davíð: Ég skulda þér alvöru tölvukvöld þar sem við drekkum kaffi í staðinn fyrir bjór og reynum ekki að leysa heimsvandann á einu kvöldi ;) það kvöld er náttúrulega háð því að Vedder verði kominn upp á vegg(mikil vonbrigði).

Guðni: Veit ekki hvað þessir árekstrar gerðu þér en þú ert one handsome devil.

Keli: Af hverju fórstu frá mér...snökt...

Bjöggi: Mér er sama hvað allir segja, þú ert bara ekkert tjokkó! Sem er gott!

Til kvennanna: Þori ekki að segja neitt við ykkur af því að allt sem ég segi við kvenmenn taka þær sem móðgun, þannig að....later!


Ég ætla nú ekkert að fara að ráðast á Ísland sem land, þó mér detti eitt og annað í hug. Eruð þið ekkert orðin þreytt á að vinna eins og þrælar alla daga, allan daginn? Borga svo mikið í bensín, mat, hús- eða íbúðarleigu að þið eigið ekki einu sinni aur til að geta skroppið í bíó lengur!? Komið þið bara hingað! Ef þið spáið í það þá er DK með allt sem ykkur langar í(fyrir utan kokteilsósu og grænar baunir) og ábyggilega soldið meira. Betra veður, sem þið virðist ekki getað hætt að kvart yfir. Þið þurfið ekki bíl, bara hjól og það kemur í staðinn fyrir þessa klassísku setningu: "Ég er með svo mikinn móral af því að ég sleppti því að fara í gymmið í dag og fékk mér ís í staðinn." Lítið bara á mig, ég borða það sem ég vil(helst með smá kokteilsósu), drekk eins mikinn bjór og mig langar til(helst með smá kokteilsósu), smá baby oil hérna á kanntinn og ég myndi rúlla upp þessari vaxtaræktakeppni! Og barnafólk þarf ekki að hafa áhyggjur, fáið ykkur bara svona kerru aftan á hjólið til að flytja þessa skæruliða. Ég er einmitt að hugsa um að fjárfesta í einni svoleiðis til að geta flutt meiri bjór heim með mér úr Super Brugsen. Komið bara....aðalega af því að mig langar að hafa ykkur nálægt mér.

(Ég var að lesa þetta yfir og ég geri mér fulla grein fyrir að þetta hljómar svolítið eins og léleg dömubindaauglýsing)

Jæja, við flugum út eldsnemma um morguninn eða um klukkan átta, ennþá nótt í mínum huga. Ég náði að sofa í svona klukkutíma áður en við lögðum af stað út á völl sem að ég held að sé meira en flugmaðurinn okkar gerði. Þetta er samtal tveggja Pílóta sem voru að labba upp stigann í Leifstöð á eftir okkur:

Pilot 1: Ég vona að þetta gangi vel.
Pilot 2: Er langt síðan þú hefur flogið?
Pilot 1: Já, það er orðið soldið síðan.

...svo rak Pilot 1 tánna í eina tröppuna og datt næstum því.
Við sátum í vélinni og niður koma þessir fínu skjáir úr loftinu og Þórunn Lárusdóttir, held ég að hún heiti, ætlar að fræða okkur allt um falska von í gegnum öryggi í flugvélum. Hún nær að segja tvær setningar og þá stoppar allt og skjáirnir fara aftur upp. Tæknilegir örðugleikar geta víst hent alla...reynum bara aftur. Skjáirnir niður aftur og í þetta skiptið nær hún að segja eina setningu áður en allt stoppar og upp fara skjáirnir...panikk! Flugfreyjurnar þurfa að sýna okkur þetta manúalt, sem er alltaf jafn fyndið. Svo slökknaði á öllum ljósum í vélinni en engar áhyggjur sagði flugstýran, sem var eldri en mörg hús sem ég hef séð, "þið getið kveikt á lesljósunum". Allir í vélinni breyttust í takkaóða fimm ára krakka sem gerði það að verkum að lesljósin drápu öll á sér...great..."engar áhyggjur" gall aftur í gróu gömlu, "ljósin koma aftur þegar vélarnar hitna almennilega". Þetta heyrði Pílótinn greinilega líka, hann stóð brakið eins og það væri no tomorrow! Breytti því samt ekki að við hreyfðumst ekki úr stað. Greinilega svo langt síðan hann hefur flogið að hann fann ekki gírana. Var að spá í að fara út og ýta.
Loksins eftir klukkutíma setu í vélinni, á sama stað, fórum við í loftið. Það var laust sæti við hliðin á mér og hinumeginn við ganginn sátu hjón með 2 börn, annað það lítið að það þurfti ekki sæti undir það en flugfreyja ein sá samt ástæðu til að bjóða þeim auka sætið við hliðina á mér. "Ef ykkur dettur í hug að planta þessum grenjandi skæruliða við hliðana á mér, veit ég um björgunarvestið og er ekki hræddur við að nota það!" hugsaði ég frekar en að segja það...sem betur fer kom pabbinn í sætið og upphófst mikill bardagi um hver fengi að hvíla hendur sínar á arminum á milli okkar...ég vann! Takk, takk.

Þetta er orðið nóg í bili :) Ég sit hérna bara með hálsbólgu og nefrennsli eftir þessa stuttu dvöl á Íslandi. Kaffi í lítratali og Túborg í vinnstri eru að vísu að hrekja þessa sýkla hratt í burtu, túborginn er nefnilega góður hérna...annað en á Íslandi.
Takk fyrir samveruna segi ég bara og vonandi hitti ég ykkur sem fyrst...hérna í DK auðvitað ;)


Lendingin var óvenju smooth...