fimmtudagur, janúar 18, 2007

My O so loved hate list.


Jamm og jæja. Ekki mikið að frétta héðan. Er bara búinn að vera að reyna að ganga frá málunum hérna og það gengur bara upp og ofan. Held samt að þetta takist, með góðra vina hjálp, að sjálfsögðu. En ekki eins og það sé nógu leiðinlegt þá fékk ég þá flugu í höfuðið að horfa á Snakes on a plane, með engum öðrum en
Samuel L. Jackson í aðalhlutverki, sem minnti mig á "haturslistann" minn. Ekki það að ég hafi eitthvað gert ráð fyrir að þetta væri góð
mynd...ágætis afþreying, minnir mig að ég hafi hugsað með mér. En ég er heldur ekki frá því að Samuel nokkur Jackson hafi verið, með þessari mynd, að hirða annað sætið af Jackie nokkrum Chan.


Ég hata...:

..frunsur
..samuel l. jackson
..jackie chan
..lélega tónlist(það er svo mikið af þessu drasli að ég fer ekki nánar út í það)
..lán
..kirkjuklukkuna sem er hérna fyrir utan og fer í gang klukkan 8 á morgnana og hamast í nákvæmlega 2oghálfa mínútu. Hún spilar ekki einu sinni lag eða segir manni hvað klukkan er. Bara hamast non-stop!!
..óskipulag(N.B. rusl getur verið skipulagt)
..dót sem virkar ekki
..óstundvísi
..allt þetta reykingarbann
..blómin sem dóu í íbúðinni minni
..fólk sem starir á frunsuna mína
..rispaða DVD diska
..rigningu um jólin
..stærðfræði, hún er bara rugl þegar maður er kominn lengra en plús, mínus, deilingu og margföldun
..þegar ég man ekki lengur hvað ég hata!

þriðjudagur, janúar 09, 2007

Zero.

Ekki mikið breyst í plönum. Að vísu held ég að Sigga sé búinn að kaupa flugmiða til Skotlands. Ekki gott að segja. Sé hana ekki mikið þessa dagana. Hún fer fyrir allar aldir í skólann að lesa og kemur ekki heim fyrr en seint á kvöldin. En ég held samt að hún sé búin að kaupa þennan flugmiða.
Ég er samt ekki að fara til Skotlands, í þetta skiptið allavega. Þarf að koma mér heim til að vinna.

Kóka Kóla var að setja Kók Zero á markað. Þori ekki að smakka það. Kók er einn af mínum uppáhaldsdrykkjum en allar öðruvísi útfærslur af orginalnum hafa bragðast eins og þurr hrossaskítur! Mér verður hreinlega óglatt af Kók light og hver man ekki eftir Vanillu Kókinu? Það sló nú aldeilis í gegn....
Kók Zero er s.s. sykurlaust og það þarf eiginlega ekki að segja mér meira - eins og flest allir drykkir sem eru sykurlausir þá bara hlýtur þetta að vera vont!

Mig er búið að dreyma allsvakalega síðustu nætur. Alltaf eru Sigga og Guðni, til skiptis, í aðalhlutverkum í þessum kengsúru draumum mínum. Eitt skiptið löbbuðum við Sigga inn í húsið hennar ömmu Kristínar sem vara bara troðfullt af draugum sem að öllum líkindum vildu ekkert frekar en að éta mig. Vaknaði svo stjarfur að hræðslu að ég ætlaði varla að þora að loka augum aftur.

Rosalega erfitt að koma sér í gírinn til að byrja að pakka. Ætla alltaf að fara að byrja á einhverju og þá fatta ég yfirleitt að við komum nú líklega til með að þurfa að nota þetta á næstunni....sem við gerum svo ábyggilega ekki.

Davíð: 2999DKR.

Ég er ennþá að manna mig upp í að taka mynd af mér sem sýnir hvernig ég haga mér þegar foreldrar, einhverjir foreldrar, eru ekki nærri...

og já, Larson rúlar!

miðvikudagur, janúar 03, 2007

Back in buisness!


Aldrei að segja aldrei. Held reyndar að ég hafi aldrei sagt aldrei...fyrr en núna.

Hvað um það, ég er kominn aftur til Odense! Og er atvinnulaus!!
"WHAT!? Hvernig fórstu að því, Guðmundur? Hvað er að gerast? Ég næ ekki lengur að fylgjast með hvað er í gangi hjá þér!", gætu sum ykkar verið að segja núna við tölvuskjáinn.

Svona er þetta bara. Ég get varla fylgst með lengur.
Fór á fund Sirkusmanna á milli jóla og nýárs og þá kom í ljós að það var ekki búið að gera ráð fyrir mér fyrr en í febrúar. Ja hvur asskollinn, hugsaði ég þá með mér. Eftir að hafa farið fram og til baka í að pæla hvort ég ætti að vera atvinnulaus á Íslandi eða í Danmörku er ég, eins og áður sagði, kominn til DK aftur.
Kannski bara best að þetta æxlaðist svona. Nú hef ég góðan tíma til að pakka niður dótinu hérna og ganga frá íbúðinni almennilega svo að maður fái nú tryggingarmonninginn til baka(við erum að tala um 200 þús. kr.). Það þarf sjálfsagt að mála pleisið og pússa þetta trégólf sem ég er búinn að vera duglegur að rispa. Hefði líklega ekki náð að rumpa þessu af á einni helgi í febrúar eins og planið var einu sinni.
Nú getur Sigga líka einbeitt sé betur að prófunum og ég skemmt mér við að vera bara heimavinnandi húsmóðir og beðið með heitan mat handa hendi þegar hún kemur heim.
Sem þýðir náttúrulega að stilla pöntunina á pizzunni nákvæmlega þannig að hún verði ennþá heit þegar Sigga kemur heim.

Smellti þessari af um áramótin:

Stay tuned. Aldrei að vita hvað planið verður á morgun...