Yep. Ég er all svakalega fimur og fær. Kann sérstaklega vel við rör í gróðurhúsum, snúrur og lyftur svo fátt eitt sé nefnt. Kom náttúrulega að því að ég myndi sýna það og sanna almennilega í þessari vinnu sem ég er í núna.
Var að taka súrefniskút af rúmi hjá einum sjúklingnum sem ég var búinn að parkera, snilldarlega I might add. Þetta var seint um kvöld, flest allir sofnaðir á deildinni. Þetta er eitthvað sem að maður gerir hundrað sinnum á dag og það er einmitt í hundraðast skiptið sem að maður verður kærulaus. Kannski var ég líka bara þreyttur eftir erfiðan dag, hver veit. Ég tek sem sagt kútinn af rúmgaflinum, set hann niður á gólfið, dreg hann út úr herberginu, út á gang og geri mig líklegann til að skrúfa fyrir tækið. Nema hvað. Aðdráttarafl jarðar var eitthvað á móti mér eins og flesta aðra daga.
Kúturinn þrykkist í gólfið, hausinn brotnar af með tilheyrandi brothljóðum sem voru snögglega kæfð með skerandi háu hvissi úr kútnum.
Þarna stóð ég gjörsamlega frosinn yfir súrefniskút sem vildi ekki hætta að vera með hávaða(erfitt að lýsa hávaðanum sem kemur út úr þessu en held að "sjúklegur" sé nærri lagi) hversu mikið sem ég starði á hann. Sjúklingar æpandi fyrir aftan mig, hjúkkur hlaupandi í áttina að mér en færðu sig mjög fljótlega aftur vegna þess að þær eru skíthræddar við súrefniskúta og með réttu. Þessi fyrirbæri eiga það nefnilega til að springa við minnsta tilefni.
Eftir tilgangslausa störukeppni við kútinn tók ég mig saman í andlitinu, lagðist á hann og skrúfaði fyrir með erfiðleikum þar sem að draslið var hálf brotið. En það tókst. Dauðaþögn. Gapandi andlitin, sem beindust aðallega að mér, heimtuðu skýringu á þessum djöfulsins hávaða og fíflagangi. I had none. Gekk frá dótinu, útskýrði rólega fyrir þeim að þetta væri greinilega ónýtt og ég væri farinn.
Fór niður, kveikti mér í og gerði mér hægt og rólega, með hjálp samstarfsmanna minna, grein fyrir því hvað ég var nálægt því að drepa mig.
Gaman.

Þau voru misjafnlega gáfuleg andlitin sem gláptu á mig...