Thank you for smoking.
Horfði á Thank you for smoking um daginn og ég mæli eindregið með þeirri mynd. Miklu fyndnari en ég átti von á. Leikararnir skiluðu sínu mjög vel eða eins og við segjum nú stundum í "the biz": Þessi mynd var feikivel "köstuð".
Það var hringt í mig um daginn og ég beðinn um að koma og taka eina vakt á spítalanum. Þeim vantaði hjálp og auðvitað er hringt í the man(mig)....eftir að það var búið að hringa í Siggu, sem neitaði, og sjálfsagt 37 aðra.
Ég mæti, fæ síma og upplýsingar um hvaða deildir ég væri að sjá um og hvar ég ætti að þrífa. Það sem þau vissu ekki var það að ég var staðráðinn í að gera eins lítið og ég mögulega kæmist upp með þar sem ég var nýkominn af næturvakt á hótelinu. Mér var jafnvel sama þó að það kæmist upp um mig(hvað ætla þau að gera, reka mig?). Fékk ekki einu sinni meðmæli frá þeim þegar ég hætti!
Ég held að það hafi verið hringt í mig 2svar yfir allann daginn. Ég var með taugadeildirnar, þeir hafa sennilega verið of taugaveiklaðir til að hitta á rétta takka á símanum....vá hvað þessi hitti beint í mark, ég er allavega búinn að liggja á gólfinu í hláturskasti í góðar 3 mínútur!
Svo átti ég að skúra hátt og lágt einhverjar 4 röntgen stofur og 3 búningsherbergi - ég skipti um ruslapoka, fór og fékk mér sígarettu og spurði svo hvort ég mætti fara heim.
Held ég komi til með hugsa meira til vina minna og fjölskyldu þegar ég ligg á dánarbeðinu heldur en afreka minna í atvinnu í gegnum árin, kannski vegna þess að þau eru engin en það kemur málinu nákvæmlega ekkert við...

Ég og Davíð eftir 50 ár.
Það var hringt í mig um daginn og ég beðinn um að koma og taka eina vakt á spítalanum. Þeim vantaði hjálp og auðvitað er hringt í the man(mig)....eftir að það var búið að hringa í Siggu, sem neitaði, og sjálfsagt 37 aðra.
Ég mæti, fæ síma og upplýsingar um hvaða deildir ég væri að sjá um og hvar ég ætti að þrífa. Það sem þau vissu ekki var það að ég var staðráðinn í að gera eins lítið og ég mögulega kæmist upp með þar sem ég var nýkominn af næturvakt á hótelinu. Mér var jafnvel sama þó að það kæmist upp um mig(hvað ætla þau að gera, reka mig?). Fékk ekki einu sinni meðmæli frá þeim þegar ég hætti!
Ég held að það hafi verið hringt í mig 2svar yfir allann daginn. Ég var með taugadeildirnar, þeir hafa sennilega verið of taugaveiklaðir til að hitta á rétta takka á símanum....vá hvað þessi hitti beint í mark, ég er allavega búinn að liggja á gólfinu í hláturskasti í góðar 3 mínútur!
Svo átti ég að skúra hátt og lágt einhverjar 4 röntgen stofur og 3 búningsherbergi - ég skipti um ruslapoka, fór og fékk mér sígarettu og spurði svo hvort ég mætti fara heim.
Held ég komi til með hugsa meira til vina minna og fjölskyldu þegar ég ligg á dánarbeðinu heldur en afreka minna í atvinnu í gegnum árin, kannski vegna þess að þau eru engin en það kemur málinu nákvæmlega ekkert við...

Ég og Davíð eftir 50 ár.