"Comments"
Fyrir mér er þetta frekar einfalt: Í fyrsta lagi er það bara til að maður sjái að einhver er yfir höfuð að lesa bloggið og í öðru lagi hvort það hafði gaman af því.
Maður er nú ekki búinn að vera blogga í einhverja tugi ára en satt að segja, ef að enginn kommentar, aldrei, þá er nú eitthvað tilgangslaust að vera að þessu finnst mér. En ég er nú ekki að kvarta, fólk búið að vera helvíti duglegt að segja mér til syndanna. Sem er bara gott. Enda hef ég aldrei verið þekktur fyrir neitt annað en að tala út um rassinn á mér(nema þegar hann er stútfullur af einhverju drasli úr úrgangs og endurvinnslustöðini)!
Ég var sendur aftur út á fimmtudaginn til að vera ruslakall og ég verð að segja að þessi vinna kemst auðveldlega inn á topp 10 listann yfir skemmtilegustu vinnur sem að ég hef fengið. Kannski er ég bara að mjólka einhverja dulda þrá frá barnæsku með því að fá að vera "maðurinn sem að hangir þarna aftan í bílnum", hver veit. Ekki skemmdi það fyrir að einhver kall kom hlaupandi út þegar við renndum upp að húsinu hans og gaf okkur bjór sem við að sjálfsögðu renndum niður hið snarasta, held að klukkan hafi verið eitthvað um 11 um morguninn.
Svo vaknaði ég klukkan 5 á laugardagsmorgun til að fara í eitthvað fyrirtæki, hérna rétt hjá mér, þar sem að ég var að skera grænmeti í átta klukkutíma....ég veit hvað þið eruð að hugsa: "Af hverju fer þessi vinna ekki inn á topp 10 listann hjá honum??"
Svarið er einfalt, ég er ekki retard!
Sigga var reyndar líka send út á sama stað, á sama tíma, sem okkur fannst soldið spes. Sérstaklega af því að Sigga hafði verið að tala um það daginn áður...
Manchester VS. West Ham á eftir....þarf að fara að klæða mig, má víst ekki vera buxnalaus inn á pubbnum lengur eftir "atvikið" um daginn.

Krakkar: Fallegt.
Vatnsbrunnur: Fallegt.
Samt ekki falleg mynd....