Odense Universitet Hospital.
Ríkisstjórnirnar ætla heldur ekki að leyfa fólki að velja hvort það fer að skemmtistaði, kaffihús, veitingastaði ofl. þar sem að fólk vill reykja. Burtu með allan reyk! Þú getur bara verið heima hjá þér, inní herbergi, undir teppi og reykt þar ef þú endilega þarft.
Mér finnst svolítið verið að troða á valfrelsi einstaklingsins hérna. Skilaboðin, fyrir mér, hljóma eins og þú megir í rauninni ekki gera það sem er hættulegt eða óhollt fyrir sjálfan þig. Gott og vel. Ef það er raunin, hvað þá með þetta:

Þetta lítur ekki beint út fyrir að vera hollt eða öruggt. Banna þetta!
Ef fólk fer yfir kjörþyngd, banna því að borða. Offita er jú ekki holl.
Fallhlífarstökk - Banna það! Engan veginn öruggt að helvítið opnist og það er ekki eins og þessi hjálmur sé að fara að redda þér ef hlífin opnast ekki.
Lækkum í allri tónlist á öllum tónleikum af því að það er vitað mál að db. fara yfir 80 og allt yfir 80 er skaðlegt fyrir heyrnina þína sem gæti gert það að verkum að næst þegar þú sest upp í bílinn þinn gætir þú ekki heyrt í sjúkrabílnum sem myndi plammera inn í hliðina á þér, drepa þig og þá þrjá sem voru í sjúkrabílnum og hugsanlega líka farþegann þinn sem heyrði í sjúkrabílnum en þú heyrðir bara ekki í honum þegar hann var að vara þig við!!
Svona gæti ég haldið áfram lengi en ætla ekki að gera.
Ég er hlynntur því að fólk geti valið. Ef þú reykir ekki finnst mér ekkert sjálfsagðara en að þú getir valið um að fara á skemmtistað, kaffihús, veitingastað ofl. þar sem reykingar eru bannaðar. Mér finnst líka að þeir sem vilja reyk ættu að geta farið þangað sem reykingar eru leyfðar.
Ef reykingar verða bannaðar og með öllu óheimilaðar allstaðar fer ég fram á að feitt fólk láti sig hverfa. Það dirfist enginn að segja mér að offita sé sjúkdómur eftir að hafa horft á föður minn fara úr rúmlega 120 kílóum niður í 73 á innan við ári. Þetta gerði hann einfaldlega með því að athuga hvað hann væri að borða, laga það aðeins og byrjaði að hreyfa sig. HAH!
Úr einu í annað...
Ég er kominn með vinnu næstu fimm mánuðina, svo framarlega að ég verði ekki rekinn. Odense Universitet Hospital var svo rausnarlegur að leyfa mér að spreyta mig sem service assistance. Svona til að byrja með ætla ég að svara því sem flest ykkar eru ábyggilega að hugsa núna: Nei, ég er ekki að tæma hlandkoppa hjá sjúklingum.
Á þeirri deild sem ég kem til með að vera á, sem er lýtalækningaskurðdeildin eða eitthvað svoleiðis(það er ekki hægt að ætlast til að maður kunni svona flókin orð á úglensku), snýst þetta mikið um þrif. Þegar það er búið að skera upp, krukka aðeins í sjúklingunum og henda þeim út, tek ég til starfa við að þrífa blóðsletturnar og solleiðis. Svo snýst þetta mikið um að keyra sjúklinga til og frá deilda, í eða úr röntgen, skjótast með blóðprufur niður í greiningu. Um daginn dó sjúklingur og því var að hluta til kennt um að blóðið hefði ekki komist nógu hratt í greiningu. Þannig að það er smá pressa, stundum. Svo má maður líka gera ráð fyrir því að þurfa hnoða hjarta í þeim sem nenna ekki að lifa lengur ef að læknirinn fer fram á það. Ég byrjaði á miðvikudaginn og kem náttúrlega bara til með að fylgja öðrum og reyndari, til að læra. Fyrsta daginn vorum við kölluð inn í 2 aðgerðir. Það þurfti hjálp við að snúa gaurunum sem verið var að krukka í. Flutti eitt lík niður í líkhúsið eða frystirinn eins og þau kalla það. Prófaði að keyra sjúkrarúm, sem er bara ekkert eins auðvelt og það lítur út fyrir að vera, ofl..
Það er svolítið erfitt að útskýra þetta starf í fáum orðum en það má alltaf reyna: Ef það vantar hjálp, við næstum hvað sem er, þá er hringt í okkur. Og þetta er erfitt!
Sigga verslaði sér skrefamæli um daginn á 500kr. ísl.(hún er sko líka að vinna við það sama) og hún labbar frá 10 - 15 þús. skref á einum vinnudegi. Ég skrapp aðeins út í búð í morgun og keypti samskonar skrefamæli á 200kr. ísl.(múhahaha) og þegar ég þetta er skrifað var ég búinn að labba 3453 skref....magnað.

Bönnum líka tjáningarfrelsi fyrst við erum byrjuð á annað borð.