..er eitthvað sem að ég hef aldrei verið kallaður og ég held að það sé langt í að ég verið kallaður það. Ég er svo mikill klaufi að ég er alltaf hálfhræddur þegar ég labba inn í búðir þar sem eitthvað brothætt er til sölu, líkurnar á að ég brjóti það eru svona ca. 70%.
Ég fór sem sagt í vinnu í gær. Þetta var ekki skemtileg vinna. Ég var sendur út í Gartneriet Boll og átti að vera frá 7 - 18 með 104dkr á tímann við að pakka jólastjörnum...sem eru blóm, Daði og Viggó ;). Ég sló til þrátt fyrir að vera með frunsu sem náði niður á hné og upp á enni. Í dag er hún aðeins búin að minnka, nær ekki niður fyrir nafla og ég er farinn að sjá aftur.
Nema hvað, þetta var inni í gróðurhúsi og ekkert smávegis mikið af allskonar blómum þarna og ef ég á að taka raunsætt skot á hvað var mikið að jólastjörnum þarna þá myndi ég giska á ca. 10.000 stykki í allskonar stærðum. Allt átti þetta að fara í mismunandi bakka eftir því í hvaða búðir hann(eigandinn) var að selja þær. Í mörgum mismunandi bökkum voru margir mismunandi pottar sem að blómin fóru í. Auðvitað kom svo að því að við fengum bakka með postulíns pottum. Sirka 20 pottar í bakka. Ég endurtek að við vorum inn í gróðurhúsi og gróðurhús eru uppfull af rörum og pípum út um allt...jæja, skemmst frá því að segja að ég er búinn að fylla tvo svoleiðis bakka og er að burðast með það til baka til að leggja á vagninn. Til þess þarf ég að klofa yfir eitt rör sem er í mittishæð. Ekkert mál, búinn að vera gera það allann daginn án vandræða.
"I know where this is going" eru sjálfsagt einhver ykkar að hugsa...og þið hafið rétt fyrir ykkur!
Ábyggilega einungis vegna þess að þetta voru 40 postulíns pottar sem að ég hélt á þá auðvitað DÚNDRAÐI ég hnénu í rörið sem gerði það að verkum að ég fékk spassakast í löppina og sparkaði í rassinn á stelpu sem stóð þarna nálægt, flaug á hausinn og postulínið í þúsund parta allt í kringum mig! Eigandanum var ekki skemmt, heldur ekki greyið stelpunni.
Nú dagurinn hélt samt áfram og varð bara leiðinlegri og leiðinlegri og okkur fannst þetta svo leiðinlegt að við unnum þeim mun hraðar til að reyna að losna fyrr og og það tókst, vorum búin klukkan 14! En það fannst eigandanum ekki nógu sniðugt þannig að hann dró okkur inn í eitthvað annað gróðurhús þar sem við áttum að "taka til"...ef þið hefðuð getað séð hvað við áttum að taka til...get helst bara lýst því svona: Í eina, ef ekki tvær, sekúndur hætti jörðin að snúast og ég dó örlítið innra með mér.
Vorum að þessu í klukkutíma og fengum svo að fara heim.

Ég dett bara....það er bara það sem ég geri!
Grunar að vísu að þessi sé ekki jafnmikill klaufi og ég, týndi bara linsunum sínum.